Ríkissjóður þarf að setja um 10 milljarða króna á ári inn í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga (LH) á næstu árum. Að öðrum kosti geta lífeyrissjóðirnir ekki staðið við skuldbindingar sínar og tæmst á 10-15 árum.

Þetta er á meðal þess sem fram kom á fundi Fjármálaeftirlitsins (FME) um stöðu lífeyrissjoðanna í gær.

Haft er eftir Birni Z. Ásgrímssyni, sérfræðingi á greiningarsviði FME, í Markaðnum , fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, að þessar skuldbindingar lífeyrissjóðanna séu til langs tíma og verði greiddar upp á næstum áratugum. Gera þurfi ráðstafanir með því að auka iðgjöld framlag til sjóðanna. Sveitarfélögin hafi brugðist rétt við með því að borga viðbótarframlag inn í þá, sem bæði stöðu þeirra.