Ríkið hafði ekki heimild til að stofna nýjan sparisjóð þegar ákveðið var að reka Spkef í sparisjóðsformi í stað hlutafélags í apríl 2010. Ríkið nýtti sér heimild neyðarlaga í lögum um fjármálafyrirtæki til að stofna Spkef sparisjóð en þau veittu ríkinu eingöngu heimild til að stofna hlutafélag með starfsleyfi sem viðskiptabanki en ekki sem sparisjóður. Lágmarks eigið fé þessara tveggja tegunda starfsleyfa eru mismunandi. Nýr sparisjóður hefði þurft að fá starfsleyfi á hefðbundinn hátt hjá Fjármálaeftirlitnu.

Árný J. Guðmundsdóttir
Árný J. Guðmundsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Þetta kemur meðal annars fram í grein Árnýjar J. Guðmundsdóttur, lögfræðings hjá Rökstólum lögfræðistofu, í Viðskiptablaðinu í dag.

„Þar sem ekki var heimilt samkvæmt „neyðarlögunum“ að stofna nýjan sparisjóð og veita honum sjálfkrafa starfsleyfi hefði nýr sparisjóður þurft að fá starfsleyfi á hefðbundinn hátt hjá FME. Hins vegar eru engar vísbendingar um það að (nýi) Spkef sparisjóður hafi fengið starfsleyfi útgefið af FME," skrifar Árný.