Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 733 milljónum króna í styrki vegna Suðurlandsskjálftans á síðasta ári.

Eins og kunnugt er olli Suðurlandsskjálftinn þann 29. maí í fyrra, gríðarlegu tjóni sem metið er á milljarða króna.

Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar segir að þetta hafi verið mestu hamfarir sem gengið hafa yfir jafn fjölmenna og þéttbýla byggð hér á landi.

Samkvæmt tilkynningunni er yfirlit styrkjanna eftirfarandi:

  • Fyrstu viðbrögð við skjálftanum, aukinn kostnaður sveitarfélaga          200 milljónir
  • Styrkir til einstaklinga sem urðu fyrir tjóni sem tryggingar ná ekki til    402 milljónir
  • Tjón opinberra stofnana á jarðskjálftasvæðinu                                          50 milljónir
  • Önnur tjón og ófyrirséð                                                                                     81 milljón
  • Samtals                                                                                                             733 milljónir

Nánari skýringar:

1. Í fyrstu viðbrögðum felast viðbrögð lögreglu, slökkviliðs og annarra þeirra sem kallaðir voru út en þá unnu einnig mikið sjálfboðaliðastarf björgunarsveitir, Rauði krossinn og fleiri félög og einstaklingar án endurgjalds.

Aukinn kostnaður sveitarfélaga fólst hvað mest í gífurlegu vinnuálagi með tilheyrandi yfirvinnu og viðbótar starfsfólki, aðkeyptri sérfræðivinnu auk útgjalda vegna viðgerða, efniskostnaðar, húsnæðismála o.fl.

2. Styrkir til einstaklinga ( 402 milljónir) voru vegna margvíslegra tjóna sem ekki fást bætt af tryggingarfélögum eða Viðlagatryggingu. Sundurliðun er á sér blaði sem fylgir hér með en stærstu liðirnir eru eftirfarandi:

  • a. Endurmat á brunbótamati húsa sem verða rifin (193 mi);
  • b. ótryggð hús í byggingu (49 milljónir);
  • c. niðurrif og förgun sem er reyndar í brunabótamati en ákveðið var að styrkja til þess að hraða uppbyggingu samfélagsins.30-40 hús verða rifin (50 milljónir);
  • d. mannvirki við hús;  þ.e. stéttar, pallar, veggir o.fl. verðmæti utanhúss (55 milljónir);
  • e. ótryggð innbú (16 milljónir)

3. Opinberar stofnanir (50 milljónir)

  • a. Landbúnaðarháskólinn („Garðyrkjuskólinn) í Hveragerði (33 milljónir)
  • b. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (11 millljónir)
  • c. Fangelsið Litla Hrauni (3.8 milljónir)
  • d. Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra, Selfossi (3.2 milljónir)

4. Önnur tjón og ófyrirséð (81 milljónir)

  • a. Hleðsluveggir kirkjugarða (Kotströnd o.fl. ), fornminjar
  • b. Fráveitur og vatnsveitur
  • c. Borholur
  • d. Gámaleiga
  • e. Væntanleg tjón sem koma síðar fram
  • f. Annað ófyrirséð

Þá kemur fram að starfi Þjónustumiðstöðvarinnar í Tryggvaskála verður haldið áfram en þó verður hún ekki opin nema þegar þörf krefur.

Þeir sem vilja koma erindum til verkefnistjóra miðstöðvarinnar geta gert það í þjónustusíma (861 6744) eða með netfangi ( [email protected] og [email protected] ).

Starf miðstöðvarinnar á næstunni felst fyrst og fremst í því að koma styrkjum í réttar hendur en forsætisráðuneytið hefur forræði á afgreiðslu styrkjanna.