Í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu verður rætt um þróun löggjafar og viðskipta á íslenskum hlutabréfamarkaði en Ágúst Einarsson, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, hefur rannsakað þetta og birt greinar um þetta. Hvaða hlutverki gegnir löggjöfin við þróun hlutabráfamarkaðs og að hverju þurfum við að huga á þessu sviði?

Í seinni hluta þáttarins kemur til Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri eMax í þáttinn en félagið hefur verið að ganga frá samningum um uppbyggingu breiðbands á landsbyggðinni.