*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 26. maí 2019 13:09

RSK vill aukið fé vegna lánaúrræðis

Ríkisskattstjóri hefur farið fram á 20-30 milljóna króna fjárveitingu vegna framlengingar á séreignarsparnaðarúrræðinu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ríkisskattstjóri (RSK) hefur farið fram á 20-30 milljóna króna viðbótarfjárveitingu næstu tvö ár vegna framlengingar á heimild einstaklinga til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán.

Í umsögn RSK um lagafrumvarp um málið er bent á að umsjón með úrræðinu hafi verið mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir. Starfsmenn hafi sinnt verkefninu í yfirvinnu eða verið teknir úr öðrum störfum þar sem gert hafi verið ráð fyrir að úrræðið yrði tímabundið. Uppfæra þurfi hugbúnað og ráða starfsmenn í verkið og til þess þurfi aukið fé.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is