Tilkynnt var í dag að rúblan yrði aðalgjaldmiðillinn á Krímskaga, en eins og kunnugt er ákváðu rússnesk stjórnvöld að innlima Krím í síðustu viku.

Seðlabankastjórinn í á Krímskaga segir að rúblan verði aðalgjaldmiðillinn og leysa úkraínsku hrinjuna af hólmi.

Hætt verður að nota hrinjuna í næsta mánuði en áður hafði verið sagt að hún yrði opinber gjaldmiðill til 2016.

Laun, tryggingabætur og námslán verða hér eftir greidd út í rúblum.