Komi nafn manns rangt fyrir á flugmiða er ekki öruggt að manni verði hleypt um borð í millilandaflugi, en yfirleitt er gerð sú krafa að nafnið á flugmiðanum verði að vera nákvæmlega eins og á vegabréfi. Geri maður slíka villu er þess vegna nauðsynlegt að hafa samband við viðkomandi flugfélag og biðja um að villan sé leiðrétt.

Túristi greinir frá því að starfsmenn Icelandair rukki 3.000 krónur fyrir slíka leiðréttingu, og hjá WOW Air sé gjaldið 2.998 fyrir miða sem gildir báðar leiðir en helmingi minna ef aðeins er farið aðra leiðina.

Auk þess kannaði Túristi slíkt verð hjá öðrum flugfélögum sem fljúga um Keflavíkurflugvöll og komst að því að þau rukka ekkert gjald fyrir leiðréttingar. Flugfélögin sem um ræðir eru Easyjet, SAS og Norwegian.