Aldrei hafa fleiri jarðarber verið flutt inn til landsins og gerðist síðastliðinn júní, fyrsta heila mánuðinn eftir opnun Costco. Jókst framleiðslan á milli ára úr 53 tonnum í sama mánuði í fyrra upp í 180 tonn í ár, en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um lýsti varaforstjóri Costco í Evrópu yfir ánægju með berjasölu hérlendis í versluninni.

Aukningin á fyrstu þremur mánuðum eftir opnun Costco á jarðarberjum nemur 140%, og voru flutt inn ríflega 511 tonn á fyrstu sjö mánuðum þessa árs, sem er talsvert meira en allt árið í fyrra að því er Morgunblaðið greinir frá.

Enn meiri aukning var í innflutningi á kirsuberjum en hún nemur 457% yfir sama tímabil. Langmest er þó aukningin þegar kemur að öðrum berjategundum líkt og hindberjum, Brómberjum, mórberjum og lóganberjum. Þar hefur aukningin numið 1.315%.