Tap Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls á Grundartanga, var 20,1 milljón bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi ársins 2014. Það samsvarar 2,3 milljörðum króna. Í tilkynningu félagsins sem birt er á MarketWatch kemur fram að 3,1 milljóna dala lögfræðikostnaður hafi neikvæð áhrif á niðurstöðuna. Hagnaður fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi í fyrra var 8,3 milljónir dala. Tekjur af sölu voru 420,8 milljónir dala en voru 321,3 milljónir á fyrsta fjórðungi í fyrra.

Michael Bless, forstjóri Century Aluminum, segir í tilkynningu að þróunin á lykilmörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu bendi til þess að eftirspurn eftir framleiðslu Century Aluminum sé að aukast. Hagvöxtur sé að aukast á þessum mörkuðum og atvinnustigið að hækka. Hins vegar starfi efnahagslífinu hætta af spennunni sem er í Mið-Evrópu og óvissu í efnahagsmálum í Kína.