Rússnesk stjórnvöld íhuga að veita íslenskum stjórnvöldum gjaldeyrislán en það yrði undir þeim fjórum milljörðum evra sem beðið var um í október.

Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir Dmitry Pankin, aðstoðarfjármálaráðherra landsins.

Ráðherrann segir við fréttastofuna að ef að Ísland fær aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þá kunni 4 milljóna evra lán vera fullmikil fyrirgreiðsla að hálfu Rússa.