Uppsafnað tap Ríkisútvarpsins frá apríl 2007 nemur 1.269 milljónum króna á verðlagi ársins 2012. Á sama tímabili hefur Ríkisútvarpið fengið liðlega 19 þúsund milljónir króna í afnotagjöld. Þetta kemur fram í grein eftir Óla Björn Kárason, varaþingmann Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í dag.

Óli minnir á að í apríl 2009 ákvað ríkið að breyta 562 milljóna króna skuld RÚV í hlutafé, en hið opinberlega hlutafélag var þá tæknilega gjaldþrota. Í heild hafi ríkisfjölmiðilinn haft tæpar 30 þúsund milljónir í heildartekjur en tapað 1.269 milljónum frá árinu 2007.

„Á síðustu tíu árum nemur heildartap stofnunarinnar 3.183 milljónum króna á föstu verðlagi. Krónískt tap hefur því lítið með rekstrarform stofnunarinnar að gera," segir í greininni.