*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 11. febrúar 2021 18:05

Rýrari afkoma Eikar

Hagnaður Eikar lækkar úr 3 milljörðum í 720 milljónir króna á milli ára. Faraldurinn kostar félagið.

Ritstjórn
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Eikar lækkar úr 3 milljörðum króna árið 2019 í 720 milljónir króna á síðasta ári. Félagið segir heimsfaraldurinn hafa rýrt rekstrarhagnað félagsins fyrir afskriftir (EBITDA) um 655 milljónir króna. Þar af nam virðisrýrnun viðskiptakrafna 375 milljónum króna og afkoma Hótel 1919 var 230 milljónum lakari en búist var við en samdráttur í útleigu nam 50 milljónum króna. 

Þá endurfjármagnaði Eik skuldir fyrir rúmlega 21 milljarð á árinu og námu vegnir verðtryggðir vextir félagsins 3,15% í árslok og óverðtryggðir 2,91%. Vaxtakjör félagsins hafa aldrei verið betri.

Leigutekjur námu 8,34 milljörðum 2020 miðað við á 8,66 milljarðar árið 2019. Þá nam rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir 5 milljörðum miðaða við um 5,6 milljarðar 2019. 

Matsbreyting fjárfestingaeigna hækkaði um 594 milljónir króna, sem samsvarar 2,9% raunlækkun. Stærstu liðir sem leiddu til lækkunar voru lægra virði hótela, lægra útleiguhlutfall og lækkun á markaðsvirði.

Eigið fé Eikar í árslok nam 33 milljörðum króna, eignir 106 milljörðum og skuldir 73 milljörðum króna.

Stikkorð: Eik