Friðbert Traustason, formaður SSF
Friðbert Traustason, formaður SSF
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Jafnréttið og kaupmátturinn er aðalmálið,“ segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF). Hærri laun, lengra orlof og styttri vinnuvika er það sem fólk í SSF vill helst að samtökin leggi áherslu á í næstu kjarasamningum. Þetta kemur fram í launakönnun samtakanna sem Capacent Gallup framkvæmdi í febrúar og Viðskiptablaðið hefur fjallað um að undanförnu. Þar kom m.a. fram að meðallaun starfsmanna í fjármálageiranum voru 588 þúsund krónur.

Í könnuninni svara 67,5% því til að þeir vilji að mesta áherslan verði lögð á hækkun launa, 14,1% vilja  leggja áherslu styttri vinnuviku á meðan 12,4% vilja að lögð sé áhersla á að orlof sé lengt. Þeir sem eru með litla menntun, starfa utan höfuðborgarsvæðisins eða eru í lægstu launaflokkunum vilja helst að  mesta áherslan verði lögð á að laun verði hækkuð. Ekki er marktækur munur á milli kynjanna í þessum efnum.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal efnis í Viðskiptablaðinu:

  • Helgi situr í stjórnum 19 félaga
  • Ætla að sýna alla leikina beint
  • Sala Landsbankans ekki á dagskrá
  • Leigumarkaðurinn orðinn stærri og dýrari
  • Gjaldtaka á ferðamannastaði gæti skilað milljörðum
  • Styrkja þróunarsamvinnu um milljónir
  • Nettengingar víða í ólagi á landsbyggðinni
  • Flutningskerfi raforku ófullnægjandi
  • Óstundvísi Iceland Express leiddi til könnunar á stundvísi
  • Sveitarfélögin rétta úr kútnum
  • Eina markmiðið að fá hátt verð fyrir orkuna, segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, í viðtali Viðskiptablaðsins
  • 96 milljóna punda ruslakista í boltanum
  • Halldór reyndi að læra japönsku á einni viku
  • Fiskar sem éta dauða húð
  • Jón Þór Sturluson í nærmynd Viðskiptablaðsins
  • Óðinn skrifar um ríkisstyrkta sóun bankanna
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem nú persónunjósnir ríkisins
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar, lífið eftir vinnu, það helsta úr VB sjónvarpi og margt, margt fleira