Fjárfestarnir í félaginu Saga Investments LLC hafa lagt fram bindandi tilboð um að setja inn nýtt fé í Íslenska erfðagreiningu og tryggja rekstur þess í a.m.k. tvö ár.  Með tilboðinu sem lagt er fram til dómara ásamt beiðni um greiðslustöðvun er tryggt að starfsemin á Íslandi haldi áfram og að starfsmenn ÍE haldi störfum sínum.

Eins og komið hefur fram í tilkynningu vegna greiðslustöðvunnar deCODE hefur verið undirritaður samningur við bandaríska félagið Saga Investments LLC um kaup á Íslenskri erfðagreiningu ehf. og allri starfsemi þess. Saga Investments er fjárfestingarfélag í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partners, sem eru þekktir fjárfestar í Bandaríkjunum á sviði líftækniÁ greiðslustöðvunartímabilinu fær móðurfélagið fær svigrúm til að skipuleggja sölu á eignum.

Greiðslustöðvunin á ekki við um Íslenska erfðagreiningu ehf. sem heldur áfram starfsemi sinni með reglubundnum hætti meðan á greiðslustöðvunar- og uppboðsferlinu stendur.

Fjárfestarnir koma með fleira að borðinu en eingöngu reiðufé, þ.s. um er að ræða mjög þekkta fjárfesta í líftæknigeiranum í Bandaríkjunum sem þekkja félagið vel. Fjárfestarnir hafa unnið að gríðarlega umfangsmikilli kostgæfnisathugun á félaginu á síðustu vikum.