Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 að samninganefndum sjómanna hafi verið stillt upp við vegg. Vilhjálmur telur að sjómönnum hafi verið settir afarkostir; Annað hvort yrði þessum samningi tekið, eða hringt væri í forseta Alþingis og þingmenn yrði kallaðir í hús til að setja á þá lög. Hægt er að lesa frétt Ríkisútvarpsins um málið hér.

Hins vegar segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, það af og frá að hún hafi hótað sjómönnum. Þorgerður Katrín tók þó fram í samtali við Ríkisútvarpið að það hefði verið ábyrgðarlaust af hennar hálfu að gera ekki ráð fyrir lagasetningu á sjómenn.

Vilhjálmur telur þó að sjómönnum hafi verið stillt upp við vegg síðastliðinn föstudag. Hann segir að þegar tilboðið var afhent þeim voru þeir látnir vita af því að lög á deiluna voru klár, þó að Þorgerður Katrín hafi tekið skýrt fram að þetta hafi ekki verið hótun.