Hf. Eimskipafélag Íslands er nú að undirbúa sölu á fasteignum Atlas Cold Storage með það í huga að leigja þær til baka. Með því losar félagið um fjármuni og nær þannig að lækka skuldir sem aftur mun skila sér í betri afkomu þess sagði Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður félagsins, þegar uppgjör fyrstu þriggja mánaða félagsins var kynnt.

Í frétt félagsins kemur fram að fyrsti ársfjórðungur er jafnan slakasti ársfjórðungurinn í rekstri félagsins og það á einnig við nú eins og áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Árstíðasveifla er nokkur í rekstri Eimskips. Fyrsti ársfjórðungur fjárhagsársins (1. nóvember ? 31. janúar) er jafnan lakastur í rekstri félagsins og sá fjórði besti.

Í upphafi tímabilsins kom Atlas Cold Storage að fullu inn í rekstur og efnahag samstæðunnar. Atlas Cold
Storage er næst stærsta frysti- og kæligeymslufyrirtæki Norður Ameríku. Atlas býður upp á alhliða geymslu á
matvælum fyrir framleiðendur, dreifingaraðila og birgja í matvælaiðnaði í Norður Ameríku í 53 geymslum. Þar
af eru 43 geymslur í eigu fyrirtækisins og 10 leigðar.