Sala á raftækjum, farsímum og tölvum hefur farið vaxandi frá áramótum hér á landi. Alls jókst velta í þessum flokki  um 25,6% að raunvirði fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra. Vöxturinn er samt mismikill. Mest aukning var í sölu farsíma (snjallsíma) eða 34% að raunvirði. Þetta kemur fram á vef Rannsóknaseturs verslunarinnar .

Aukning í sölu á stórum raftækjum, svokölluðum hvítvörum, nam 17,3% og aukning í sölu minni  raftækja, svokölluðum brúnvörum, var 8,1%. Þá jókst sala á tölvum um 12,6% á fyrri helming ársins.