Ekki er lengur hægt að kaupa bíómiða í Sambíóin á vefnum midi.is en þar hefur verið hægt að kaupa miða í öll kvikmyndahús landsins.

Sambíóin selja nú miða í kvikmyndahús sín á heimasíðu sinni en ekki á midi.is.

Það þýðir að þeir sem ætla að kaupa bíómiða á netinu geta ekki nálgast allar sýningar á einni síðu, líkt og verið hefur.

Að sögn Alfreðs Ásbergs Arnarsonar, framkvæmdastjóra Sambíóanna, var ákveðið að fara yfir í annað miðasölukerfi,  sem sé fullkomnara og bjóði upp á fleiri möguleika en midi.is.