© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Verslun með notaða muni hefur fengið mikla umfjöllun undanfarin ár en tölur um sölu á notuðum munum sýna samdrátt milli ára. Samkvæmt Hagstofu Íslands nemur sala á notuðum vörum aðeins 63 milljónum á ári en var mest 90 milljónir á árinu 2006.

Síðan þá hefur samdráttur á sölu notaðra vara verið hátt í 20% en á árinu 2010 nam sala á notuðum vörum 63 milljónum króna. Skýringuna á þessum samdrætti má líklega rekja til þess að sala á notuðum munum sé ekki öll gefin upp á virðisaukaskattskýrslum til Hagstofu.