Íbúar í Garðabæ og á Álfanesi samþykktu sameiningu sveitafélaganna í íbúakosningu sem fram fór í gær.

Á Álftanesi voru 1.658 manns á kjörskrá og greiddu 1.248 atkvæði. Já sögðu 1.093 eða 87,6%. Nei sögðu 144 eða 11,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 11 eða 0,9%

Í Garðabæ voru 8.506 manns á kjörskrá og greiddu 5.417 þeirra atkvæði. Þar var meirihlutinn þó tæpari en á Álftanesi því „Já“ sögðu 53,11% en „Nei“ sögðu 46,89%. Auðir og ógildir seðlar voru 103.

Að öllu óbreyttu munu sveitafélögin þá sameinast fyrir áramót undir nafni Garðabæjar. Álftanes verður því hverfi í sameinuðu sveitafélagi.