Einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins verður til í haust þegar Lífeyrissjóður Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðurinn sameinast formlega. Sameiningin var borin undir atkvæði og samþykkt á ársfundi Lífiðnar síðastliðinn mánudag, 8. maí, og á ársfundi Samvinnulífeyrissjóðsins í gær, miðvikudaginn 10. maí.

Í fréttatilkynningu kemur fram að kosnar voru stjórnir beggja sjóða til að vinna að samrunanum til hausts og mun svo verða boðað til stofnfundar sameinaðs lífeyrissjóðs í september. Sjóðirnir munu starfa aðskildir fram að þeim tíma. Sameiningin mun miðast við 1. janúar 2006.

Nýr, sameinaður sjóður verður 5. stærsti lífeyrissjóður landsins. Greiðandi sjóðfélagar eru tæplega 8.000 og iðgjaldatekjur vegna þeirra voru alls um þrír milljarðar króna á árinu 2005. Eignir sjóðsins nema um 63 milljörðum króna.

Viðræður stjórna og stjórnenda Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðsins hófust seint á árinu 2004 þegar fyrir lá gagnkvæmur vilji til að kanna möguleika á sameiningu. ?Stjórnir sjóðanna beggja hafa undanfarin misseri kannað rækilega hagkvæmni þess að sameina þessa tvo sjóði og niðurstaða þeirrar vinnu er sú að sameinaður sjóður er betur í stakk búinn til að kljást við sífellt flóknara og harðara samkeppnisumhverfi sem sjóðirnir starfa í" segir Guðmundur Hjaltason, stjórnarformaður Samvinnu¬líf¬eyris¬sjóðsins. ?Það er mikill akkur í þessari sameiningu fyrir okkar sjóðfélaga, sem munu njóta þess í hærri lífeyri og styrkari sjóði að öllu leyti gangi okkar áætlarnir eftir".

Á ársfundi Lífiðnar kom einnig fram hjá fráfarandi stjórnarformanni Lífiðnar, Tryggva Guðmundssyni, að sóknarfæri liggja ekki síst í ávöxtun eigna fyrir sjóðfélaga sameinaðs sjóðs. ?Einungis 0,1 prósentustiga aukning í ávöxtun eigna getur staðið undir 3% hækkun á eftirlaunalífeyri að öllu óbreyttu" að sögn Tryggva. ?Tvöföldun eignasafns gefur okkur mikla möguleika á því að auka ávöxtun frá því sem sjóðirnir geta hvor í sínu lagi, án þess að fjárhagsleg áhætta aukist að sama skapi. Það er því ánægjulegt að sjóðfélagar okkar séu sammála okkur í stjórn sjóðanna varðandi sameiningu þeirra og teljum við að sjóðfélagar sameinaðs sjóðs muni njóta þess í traustari sjóði sem væntanlega tekst að greiða hærri lífeyri en ella og þjóna hagsmunum sinna sjóðfélaga betur en þeir geta hvor í sínu lagi".

Mun bráðabirgðastjórn taka til starfa á stofnfundi sameinaðs sjóðs, skipuð átta mönnum og starfar sú stjórn fram á vor 2007. Þá mun stjórnarmönnum verða fækkað um tvo og verður sú tilhögun til frambúðar í sameinuðum sjóði.

Haraldur Jónsson hefur nú tekið við stjórnarformennsku Lífiðnar af Tryggva Guðmundssyni til hausts. ?Það liggur fyrir að það verður að stækka lífeyrissjóðina til að styrkja samkeppnisstöðu þeirra til framtíðar með meiri sérhæfingu og sérfræðiþekkingu, dreifa áhættu betur og skapa forsendur til að ávaxta fjármuni sjóðanna enn betur, sjóðfélögum til hagsbóta? segir Haraldur. ?Þá liggur fyrir að spara megi fjármuni í rekstri með því að sameina núverandi starfsemi beggja sjóða undir einu þaki, og þetta hagræði mun skila sér með beinum hætti til sjóðfélaganna okkar".

Lífeyrissjóðurinn Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðurinn eru báðir með aldurstengd réttindakerfi sem eru svipuð að uppbyggingu. Sameining því ekki flókin að því leyti. Þess er gætt að að sjóðfélagar hvors sjóðs um sig hvorki hagn¬ist né tapi á sameiningunni sjálfri, þ.e.a.s. að áfallin tryggingafræðileg staða verði jöfn þeg¬ar sjóðirnir sameinast. Sjóðfélagar Lífiðnar eiga umtalsverða umfram¬¬eign sem deilt verður út til þeirra við sameiningu og hið sama gildir um ald¬urs¬¬háða deild Samvinnulífeyrissjóðsins. Allir sjóðfélagar njóta svo ávinnings sameiningarinnar til lengri tíma enda má ætla að ný og öflugur lífeyrissjóður geti þjónað hagmunum þeirra enn betur en mögulegt er í hvorum sjóði fyrir sig.