Útlit er fyrir að Björt Framtíð nái inn 15 sveitarstjórnarmönnum í kosningunum síðar í mánuðinum. Það verður víðast hvar á kostnað Samfylkingarinnar nema í borginni. Á sama tíma munu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur nokkurn vegin halda sínu í sveitarstjórnarkosningunum. Þetta er mat Grétars Þór Eyþórssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann í Reykjavík.

Grétar rifjaði upp í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að ríkisstjórnarflokkarnir, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, hafi tapað nokkru fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir það verði stjórnarflokkarnir stærstir í flestum sveitarfélögunum nema í borginni.

Grétar verður með erindi um sveitarstjórnarkosningarnar á fundi Félags stjórnmálafræðinga í Lögbergi í dag.