*

mánudagur, 22. júlí 2019
Erlent 10. nóvember 2006 16:08

Samkomulagi náð um inngöngu Rússlands í WTO

Ritstjórn
Rússland og Bandaríkin hafa náð samkomulagi um meginatriði varðandi inngöngu Rússlands í Alþjóðaviðskiptastofnunina (World Trade Organisation), segir í frétt Dow Jones.

Stefnt er að því að skrifa undir bindandi samning í næstu viku, en Rússland er nú stærsta þjóðin sem stendur utan við WTO og eru Bandaríkin eina þjóðin af stærstu viðskiptaaðilum við Rússland sem á eftir að skrifa undir skilmála um inngöngu Rússlands í WTO.

Stutt var í að samningar næðust í júlí síðastliðnum en slitnaði upp úr samningaviðræðunum þá og voru heilbrigðismálum varðandi matvæli kennt um. Margir telja þó að orkumál hafi haft þar meira vægi.

Greiningaraðilar telja að innganga Rússlands í WTO sé frekar formsatriði en nokkuð annað, Þar sem ekki eru settir verndartollar á helstu útflutningsvörur Rússlands, sem eru olía og gas.