Mál Olíufélaganna Olís, Skeljungs og Kers, áður Olíufélagsins, gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu heldur áfram að velkjast um í dómskerfinu. Málið byggir á því að olíufélögin telja sekt ríkisins vegna samráðs félaganna ekki hafa verið á rökum reista. Samkeppniseftirlitið sektaði olíufélögin árið 2005 vegna verðsamráðs um 1,5 milljarða króna samtals. Fyrirtaka er í málinu 5. september nk. Málið hefur velkst um í dómskerfinu, m.a. vegna þess að kvaddir hafa verið fyrir dóminn matsmenn til þess að meta ýmis ágreiningsefni er málinu tengjast.