Eignarhaldsfélögin þrjú, sem Björgólfur Guðmundsson átti meirihluta í og héldu utan um hlut hans í Árvakri ehf., útgáfufélagi Morgunblaðsins, eru gjaldþrota og litlar sem engar eignir finnast í búum þeirra samkvæmt upplýsingum frá skiptastjórum þeirra.

Þessi þrjú félög sem fóru með meirihluta í Árvakri, Forsíða ehf. MGM ehf. og Ólafsfell ehf., skulda til samans Samson eignarhaldsfélagi 2,5 milljarða króna en litlar sem engar eignir finnast í búum þeirra.

Þannig virðist Samson hafa fjármagnað þessi félög að öllu leyti og þau síðan lánað Árvakri rekstrarfé eða fjárfest í hlutabréfum félagsins.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .