Á vef Samtaka atvinnulífsins (SA) kemur fram að mörg íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir skipulagsbreytingum vegna aðstæðna á fjármálamarkaði og óhagstæðum rekstraskilyrðum.

Þá kemur fram að við þær aðstæður geti verið óhjákvæmilegt að fækka starfsmönnum, minnka starfshlutfall, gera breytingar á vinnutíma eða grípa til annarra ráðstafana sem draga úr rekstrarkostnaði.

Á vef SA má nú finna upplýsingar um aðferðir og reglugerðir uppsagna en SA veita aðildarfyrirtækjum ráðgjöf um framkvæmd uppsagna og gerð ráðningarsamninga.

„Samtök atvinnulífsins vilja með upplýsingagjöf leitast við að stuðla að góðri framkvæmd uppsagna þegar þeirra gerist þörf,“ segir á vef samtakanna.

Sjá nánar vef SA.