Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið þar sem þau hafa samþykkt að greiða 45 milljóna króna sekt vegna brota gegn samkeppnislögum. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins.

Segir Samkeppniseftirlitið að SAF hafi safnað verðupplýsingum fyrirtækja á ferðaþjónustumarkaði á skipulegan hátt sem á tilteknunm tímapunkti hafi verið í þeim tilgangi að miðla þeim til aðildarfyrirtækja sinna og hvetja til lækkunar á verði og/eða viðhaldi verðs. Þannig hafi samtökin stuðlað að samræmdum skilmálum fyrirtækja á ferðaþjónustumarkaði.

Þá segir að SAF hafi aðstoðað við, og gefið sjálft út til aðildarfyrirtækja, leiðbeiningar fyrir ýmis gjöld sem fyrirtækin innheimta, t.a.m. gjald fyrir afpantanir á þjónustu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.