Með útnefningu Söru Palin sem varaforsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum fá íhaldsamir kristnir kjósendur sinn talsmann. Palin er mótmælendatrúar, á móti fóstureyðingum  og hlynnt almennri byssueign Bandaríkjamanna.

Stjórnmálaskýrendur vestanhafs segja tilnefningu Palins vera snilldarbragð til þess að ná til þess stóra hóps repúblikana sem má kalla kristna íhaldsmenn. Þessi hópur repúblikana er einmitt sá sem síst studdi John McCaine.

Sara Palin er einnig talin talsmaður þess að hefja olíuboranir á heimskautasvæðum Bandaríkjanna. Náttúruverndarsjónarmið hafa helst vegið gegn því að vinna olíu og gas við norðurheimskautið. Vegna hækkandi olíuverðs verða menn nú sífellt að leita nýrra leiða til þess að draga úr hækkandi verði.

Þar sem Palin er ríkisstjóri í Alaska er hún vel kunn heimskautasvæðinu en fylkið er það nyrsta í Bandaríkjunum.

Reuters fréttaveitan greinir frá þessu