Hlutabréf í SAS hafa rokið upp um 18% í morgun eftir að félagið skilaði sínu besta uppgjöri á öðrum ársfjórðungi síðan 2008. SAS hagnaðist um 551 milljónir sænskra króna á öðrum ársfjórðungi sem var langt umfram spár markaðsaðila samkvæmt greiningu IFS. Farþegafjöldi jókst um 18% sem skilaði sér í 13% veltuaukningu.