Eric Schmidt, stjórnarformaður bandaríska netrisans Google, veit upp á hár hvað á að gefa þeim í jólagjöf sem eiga iPhone-síma frá aðpple. Gjöfin er einföld: snjallsími sem keyrir á Android-stýrikerfinu frá Google.

Schmidt skrifar langa færslu um jólagjafatillöguna á vefsvæði sínu hjá samskiptamiðlinum Google+. Breska dagblaðið The Inquirer segir þetta tímamótafærslu hjá stjórnarformanninum enda sé hann ekki virkur notandi Google+. Hann skrifar á vefsvæðinu jafnframt nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig eigendur iPhone-síma geti flutt gögn á milli símanna.

Schmidt segir m.a. að símar sem gangi á Android-stýrikerfinu með betri skjá, hraðvirkari og notendaumhverfið betra en í iPhone-símunum. Af þeim sökum séu þeir frábær jólagjöf fyrir iPhone-eigendur.

Í ævisögu Steve Jobs , annars stofnanda og forstjóra Apple sem lést árið 2011, kemur fram að hann hataði Google, ekki síst Android-stýrikerfið sem hann sagði byggjat á tækni Apple. Hann ætlaði að berjast gegn því fram á síðasta dag. Í bókinni segir jafnframt frá því að Jobs hafi fundað með Eri Schmidt á kaffihúsi í Palo Alto í Kaliforníu í mars árið 2010. Þar hafi hann sakað stjórnendur Google um hugverkaþjófnað og krafist þess að fyrirtækið hætti að nota hugmyndir sem hann sagði komnar frá Apple.