Þeir 10 Seðlabankar sem eru með flesta fylgjendur hafa nú samtals náð tveimur milljónum fylgjenda samtals. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg um málið.

Seðlabankarnir eru ekki þeir allra vinsælustu á samfélagsmiðlinum, þar eð stórstjörnur eins og Katy Perry eða bandaríkjaforseti, Barack Obama , eru með fleiri tugi milljóna fylgjenda ein og sér.

Fylgjendabreytingin er þó áhugaverð vegna þess að hún er rúmlega 50% aukning á tímabili eins árs. Hvort fylgjendaaukningin stafar af aukinni samfélagslegri meðvitund um efnahagsmál á heimsvísu er óvíst, en mögulegt þó.

mexíkóski er með flesta, eða 327 þúsund fylgjendur, meðan sá bandaríski er í öðru sæti með 323 þúsund fylgjendur.

Þess má þá einnig geta að Seðlabanki Íslands er með nákvæmlegan einn fylgjanda á Twitter og með læstan aðgang - að því gefnu að þetta sé hinn sanni aðgangur Seðlabankans. Þá er aðgangurinn einnig læstur, svo ekki er hægt að fylgja honum nema sérstakt leyfi sé gefið til þess.

Hvað varðar fésbókarsíðu Seðlabankans hafa einungis 29 manns smellt á „Líkar við þetta“, og tveir hafa gefið staðnum einkunn - sem hljóðar upp á 1 af mögulegum 5 stigum.