Seðlabanki Evrópusambandsins hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25%. Stýrivextir Evrópusambandsins hafa verið óbreyttir síðan í nóvember 2013.

Verðbólga í Evrópusambandinu fór niður í 0,7% i desember og vakti það áhyggjur manna um að það stefndi í verðhjöðnun. Hjá Seðlabanka Evrópu eru menn hins vegar handvissir um að hagkerfið sé að rísa úr lægð.