Seðlabanki Íslands hefur nú opnað endurbætta heimasíðu á vefslóð bankans, www.sedlabanki.is.

Ýmsar nýjungar og lagfæringar hafa verið gerðar og nú er hægt að skoða talnaefni myndrænt.

Seðlabanki Íslands opnaði fyrstu vefsíðu sína árið 1997 til að sinna upplýsingaskyldu sinni sem bankinn gerir enn þann dag í dag.

Myndefnið er hægt að skoða með sérstöku gagnabirtingartóli frá DataMarket ehf. en vefumsjónarkerfið heitir LISA Live.