Carl Icahn, sem er þekktur fyrir að vera eins konar aktívistafjárfestir, ritaði framkvæmdastjóra AIG opið bréf þar sem hann mælti með því að tryggingafyrirtækið sundraði sér í þrjár einingar.

Icahn uppljóstar í bréfinu um að hann eigi „stóran hlut“ í AIG, og að fyrirtækinu væri nær að leggjast í róttæka endurskipulagningu á kostnaðaráætlunum sínum til að geta átt í betri samkeppni við helstu mótherja sína á markaðnum.

Icahn telur að yrði félagið brotið niður í þrjár smærri einingar gæti það sloppið við að fá 'SIFI' stimpil (Systematically important Financial Institution, eða kerfislega mikilvæg fjármálastofnun) eftirlitsaðila.

Gengi bréfa AIG hækkaði um einhverjar 4% í dag og kosta nú 63.4 bandaríkjadali á hlut.