*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 22. desember 2015 15:41

Segir evruna skaða samkeppnishæfni Finnlands

Utanríkisráðherra Finnlands segir að landið hefði aldrei átt að taka upp evruna.

Ritstjórn
Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands.
european pressphoto agency

Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands segir að landið hefði aldrei átt að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Hann segir að vegna evrunar þá hafi langið ekki geta veikt gengi gjaldmiðilsins til að endurheimta samkeppnishæfni landsins gagnvart öðrum ríkjum.

Timo Soini er, auk þess að vera utanríkisráðherra, leiðtogi eins þriggja stjórnarflokka sem nú skipa ríkisstjórn landsins. Flokkurinn hans, Sannir Finnar, hafa staðið gegn innflytjendum og hafa efasemdir um gildi Evrópusambandsins.

Ummæli Timo koma á sama tíma og fyrrverandi utanríkisráðherra landsins er að safna undirskriftum fyrir því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Finnlands innan Evrópusambandsins. Skoðanakannanir í landinu virðast benda til þess að það sé ekki meirihluti fyrir því að ganga út úr sambandinu en þó telji meirihluti Finna að landinu væri betur borgið án evrunar.

Efnahagur landsins hefur farið versnandi síðustu ár, m.a. vegna slæms gengis raftækjaframleiðandans Nokia og erfileika í pappírsiðnaði landsins.

Þar sem ekki er hægt að veikja gildi gjaldmiðilsins til að hjálpa efnahaginum þá hafa stjórnvöld metið að það þurfi að lækka starfsmannakostnað um 15% til að endurheimta samkeppnishæfni landsins til að ná helstu viðskiptalöndum Finna, þ.e. Svíðþjóð, og Þýskaland.

Stikkorð: Finnland Timo Soini
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is