Jón Gunnar Geirdal
Jón Gunnar Geirdal
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

„Saga Belforts er víti til varnaðar um svikastarfsemi sem er látin óáreitt,“ segir Jón Gunnar Geirdal, sem stendur fyrir komu bandaríska fyrirlesarans Jordan Belford hingað til lands í maí. Belford hlaut dóm og himinháa sekt vegna fjársvika undir lok síðustu aldar. Belford gaf sig út fyrir að vera umsvifamikill fjárfestir í New York. Á daginn kom hins veggar að hann sveik fé út úr fólki. Kvikmyndin Wolf of Wall Street í leikstjórn bandaríka leikstjórans Martin Scorcese var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Í myndinni lék stórleikarinn Leonardo Dicaprio Belfort.

Fram kemur í viðtali við Jón Gunnar í Fréttablaðinu í dag að miði á söluráðstefnu Belforts í Háskólabíói kostar allt að 50.000 krónur. Miðinn á fyrirlestur Belforts í Danmörku í september er margfalt ódýrari. Jón Gunnar segir ástæðuna þá að viðburðurinn í Danmörku er bara fyrirlestur. Belfort kenni þar ekki sölutækni og fái gestir engan aðgang að Belfort eins og hér. Ráðstefnan hér samanstendur af klukkutíma fyrirlestri, þriggja tíma Straight Line Persuasion-sölunámskeiði með spurt og svarað. Það segir Jón Gunnar dýrari útfærslu af því sem Jordan Belfort bjóði í Danmörku.