Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði verkþekkingu,  –menntun og hugvit að meginumtalsefni sínu í ávarpi sem hann flutti á aðalfundi Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, sem hófst á Grand Hótel Reykjavík í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ólafur Ragnar dró upp mynd af því þegar hann var að alast upp á Þingeyri og smiðja Guðmundar Sigurðssonar var miðjan í lífi þorpsins. Þar leystu menn þau tæknilegu vandamál sem upp komu, bilarnir í vélum og þ.h. og hróður verkþekkingar smiðjunnar barst víða um heim. Ólafur Ragnar sagði að þetta væri eins í dag. Víða um landið séu starfandi fyrirtæki sem byggi á verkþekkingu sem sé mikilvæg auðlind fyrir Ísland í framtíðinni," segir í tilkynningu