Komist eftirlitsstofnun EFTA að þeirri niðurstöðu að ríkið hafi veitt Icelandair ólögmæta ríkisaðstoð gæti flugfélaginu verið gert að endurgreiða hinu opinbera hundruð milljóna króna. Iceland Express sendi í október síðastliðnum kvörtun til eftirlitsstofnunarinnar þess efnis að stór hluti viðskipta hins opinbera við Icelandair á síðustu árum hafi verið ólögmætur.

Flugsætaviðskipti hins opinbera nema um 800-1.000 milljónum árlega og er því um töluverðarfjárhæðir að ræða. EFTA hefur óskað eftir viðbrögðum frá íslenska ríkinu og eru gögn málsins nú til rannsóknar hjá stofnuninni. Að því loknu verður tekin ákvörðun um hvort eftirlitsstofnunin hefji formlega rannsókn á málinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.