Samherji telur nýlega kyrrsetningu verksmiðjutogarans Heinaste í Namibíu ekki í samræmi við þarlend lög, og nýlegan dómsúrskurð hvar Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri var sakfelldur fyrir brot á fiskveiðilöggjöf landsins. Togarinn var kyrrsettur þann 7. febrúar síðastliðinn af lögregluyfirvöldum í Walvis Bay.

Í tilkynningu vegna málsins nú síðdegis segir útgerðarfélagið niðurstöðu dómstólsins hafa verið þá að Arngrímur hafi hlotið sekt , en þar sem ekki þætti sannað að félagið Heinaste Investments Ltd. – sem á og rekur togarann og er í meirihlutaeigu Samherja – „hefði ekki gripið til allra viðeigandi úræða til að koma í veg fyrir að skipið væri notað á ólögmætan hátt“, hafi borið að afhenda félaginu haldlögð skipsgögn. Kyrrsetningin gangi í berhögg við þau tilmæli, og því verði leitað til dómstóla til að fá henni hnekkt, gerist þess þörf.