Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pétur Jónsson hafa selt alla Pizza Hut staðina sem þau hafa rekið undanfarin ár í Finnlandi. Staðirnir voru fimm til átta eftir tímabilum. Í mars síðastliðnum seldu þau Pizza Hut í Smáralind og var kaupandinn Helgi Vilhjálmsson, oft kenndur við Góu. „Við erum buin að eiga Pizza Hut í Finnlandi síðan 2006 og við höfum verið hluti af finnska viðskiptalífinu. Við fórum að huga okkur til hreyfings í fyrra og enduðum á að klára samninga núna í mars,“ segir Þórdís Lóa.

Pizza Hut er ein stærsta veitingahúsakeðja í heiminum og eru yfir 12.000 veitingastaðir um allan heim. Helgi hefur sagt að áætlað sé að fjölga stöðum hér á landi. Þórdís Lóa segir að það hafi verið tími til kominn að hætta enda sé það alltaf hugsun fjárfesta að losa sig út á einhverjum tímapunkti. „Við erum búin að vera í þessum bransa í 13 ár. Í upphafi ætluðum við ekki að vera svona lengi en þetta var góður tími til að losa þetta allt saman.“ Kaupendurnir í Finnlandi eru alþjóðlegir fjárfestar sem eiga sérleyfi í Baltik löndunum fyrir Pizza Hut. Þórdís Lóa segir kaupverðið vera trúnaðarmál.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér . Meðal annars efnis í blaðinu.

  • Metanólverksmiðja CRI þrefaldar framleiðslugetuna.
  • Capacent reiknar með 20% hækkun fasteignaverðs.
  • Húsaleigubætur gætu hækkað um allt að 50%.
  • Thor Thors er í ítarlegu viðtali og segir frá hugbúnaðarfyrirtækinu Kóða, sem hann stofnaði í miðju fjármálahruni.
  • Reitir og Eik eiga 11% af atvinnuhúsnæði.
  • Grikkir eru á seinasta séns hjá Evrópusambandinu.
  • Fjármálaráðuneyti segir hætt við verðbólguskoti við afnám hafta, þvert á orð forsætisráðherra.
  • Greiningardeild Arion spáir 8% launahækkunum.
  • Hverfisgallerí og i8 á MARKET listamessunni.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, Týr fjallar um flokksþing Framsóknarflokksins og Óðinn skrifar um sjálfstæði dómstóla.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira.