Seltjarnarnesbær og Íslandsbanki hafa undirritað samning um að Íslandsbanki annist innheimtur fyrir bæjarfélagið. Með innleiðingu innheimtuþjónustu bankans hjá Seltjarnarnesbæ verður innheimta bæjarins alfarið með greiðsluseðlum í stað gíróseðla og aukin tækifæri skapast fyrir sveitarfélagið til innheimtu útgjalda með rafrænum hætti.

Seltjarnarnesbær er jafnan talin í hópi best reknu sveitarfélaga landsins en markmiðið með breytingunni af hálfu bæjarins er tvíþætt; annars vegar að auka hagræði fyrir bæjarbúa og bjóða upp á fleiri möguleika ásamt meiri sveigjanleika og hinsvegar að bæta innheimtu og einfalda afstemmingar í bókhaldi bæjarins. Árlegar innheimtur fasteignagjalda og ýmissa þjónustugjalda sveitarfélaginu eru um 410 mkr. og eru þá meðtalin þjónustugjöld Hitaveitu Seltjarnarness.

Íslandsbanki hefur um árabil verið viðskiptabanki Seltjarnarnesbæjar.