Íslenska ríkið greiddi 450 milljónir króna í húsaleigu vegna sendiskrifstofa og sendiráðsbústaða á síðasta ári. Ríkið greiddi 354 milljónir í leigu vegna sendiskrifstofa og 96 milljónir vegna sendiráðsbústaða. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Viðskiptablaðsins um málið.

Af 22 sendiskrifstofum Íslands eru aðeins tvær í eigu íslenska ríkisins, eða sendiráðin í Berlín og Tókýó. Ekki er greidd leiga vegna sendiskrifstofanna í Peking og Nuuk, en sú síðarnefnda er í eigu grænlenska ríkisins. Þá er ekki heldur greidd húsaleiga vegna fastanefndar NATO í Brussel. Ríkið greiðir leigu vegna hinna 17 sendiskrifstofanna.

Ódýrasta húsnæðið er hjá sendiráðinu í Vín, en það kostar 293 þúsund krónur á mánuði. Húsnæði ræðisskrifstofunnar í Winnipeg kostar 378 þúsund krónur á mánuði. Skrifstofan í Þórshöfn og húsnæði sendiráðsins í Ósló kosta í kringum 550 þúsund krónur á mánuði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .