„Bókin snýst mikið um hvað þú getur gert sjálfur til að gera heimilið annaðhvort fallegra eða skipulagðara. Hún verður stútfull af „sniðugum“ smáráðum en einnig mun hún gefa lesendum fróðleik og hjálpa þeim að skilja hvað er á bak við hinar ýmsu „innanhússreglur“ sem við hönnuðirnir förum oft eftir,“ segir Sesselja Thorberg, vöru- og innanhússhönnuður, um bókina sem hún er að skrifa og kemur út í haust.

Fyrirtæki Sesselju, Fröken Fix, sérhæfir sig í aðgengilegri og hagkvæmri innanhússhönnun fyrir alla. „Ég hef einnig verið með sjónvarpsþætti um þetta viðfangsefni, bæði fyrir Innlit/Útlit á Skján- um og Fröken Fix á MBL sjónvarp."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.