Sex gjaldeyrismiðlarar hafa verið settir í frí frá störfum sínum fyrir Barclays bankann í Englandi. Ástæðan er sögð vera rannsókn yfirvalda á mögulegum brotum á gjaldeyrismarkaði. Fjallað er um málið á vef BBC .

Á fimmtudag voru tveir miðlarar hjá Royal Bank og Scotland einnig settir í frí. Yfirvöld í Bretlandi og fleiri löndum skoða hvort starfsmenn banka hafi reynt að hafa áhrif á gjaldeyrismarkaðinn með ólöglegum hætti. Í sérstakri skoðun er hvort stór hluti viðskipta hafi farið fram á svipuðum tíma í lok dags til að hafa áhrif á gengi gjaldmiðla.