*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Fólk 11. mars 2019 12:21

Sex vilja fimm sæti í stjórn Regins

Ólöf Hildur hættir í stjórn. Varastjórnarmaður vill sætið, en býður sig fram í bæði stjórn og varastjórn.

Ritstjórn
Tómas Kristjánsson, stjórnarformaður Regins, býður sig áfram fram á aðalfundi félagsins 14. mars næstkomandi.

Sex manns bjóða sig fram til stjórnar Reginn hf, fyrir aðalfund félagsins 14. mars næstkomandi. Þar af bjóða sig tveir fram sem ekki sitja nú þegar í stjórn, en annar þeirra situr í varastjórn og býður sig jafnframt fram í hana.

Ólöf Hildur Pálsdóttir, sem kom inn í stjórnina fyrir ári síðan, býður sig ekki fram á ný nú.

Eftirtaldir bjóða sig fram í stjórn Reginn:

  • Tómas Kristjánsson - í stjórn frá 2014, stjórnarformaður
  • Albert Þór Jónsson - í stjórn frá 2015
  • Bryndís Hrafnkelsdóttir - í stjórn frá 2014
  • Guðrún Tinna Ólafsdóttir - í stjórn frá 2018
  • Heiðrún Emilía Jónsdóttir - nýr frambjóðandi
  • Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir - nýr frambjóðandi, situr í varastjórn.

Þeir sem bjóða sig fram til varastjórnar eru þeir sömu og sitja í henni nú:

  • Finnur Reyr Stefánsson
  • Hjördís D. Vilhjálmsdóttir

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn fimmtudaginn 14. mars 2019 í Hörpu tónlistar og ráðstefnuhúsi, í Rímu fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, klukkan 17:00.

Stikkorð: Reginn framboð aðalfundur stjórn
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is