Seðlabankastjóri og framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands skrifuðu í dag undir síðustu undanþáguna frá gjaldeyrishöftum vegna uppgjörs fallina viðskiptabanka og sparisjóða á grundvelli stöðugleikaskilyrða.

Þetta er sjöunda undanþágan sem hefur verið veitt auk þess sem bankinn hefur metið efnahagsleg áhrif sjö frumvarpa að nauðasamningum fallina viðskiptabanka og sparisjóða. Þar með er ljóst að allir fallnir viðskiptabankar og sparisjóðir sem falla undir lög um stöðugleikaskatt, samtals átta talsins, munu fara leið nauðasamnings á grundvelli uppfylltra stöðugleikaskilyrða, en einn aðili hafði þegar gert nauðasamning og annar þurfti ekki undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál.