© Aðsend mynd (AÐSEND)

Sigrún Jónsdóttir hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri kennslu- og þjónustu við Háskólann á Bifröst í stað Guðrúnar Bjargar Aðalsteinsdóttur sem ráðin hefur verið skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Sigrún mun hefja störf 1.september en alls sóttu 40 manns um stöðuna.

Fram kemur í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst að Sigrún Jónsdóttir er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands, kennsluréttindanám og BA próf í stjórnmálafræði frá sama skóla. Hún var framkvæmdastýra Samfylkingarinnar í fjögur ár, en áður var hún deildarstjóri og verkefnastjóri á félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Sigrún starfaði sem deildarsérfræðingur í 12 ár í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, lengst af í mats- og eftirlitsdeild.

Framkvæmdastjóri kennslu- og þjónustu situr í framkvæmdastjórn skólans og hefur yfirumsjón með háskólaskrifstofu sem sér m.a. um verkefni tengd kennslu, gerð námskráa og námskeiðslýsinga. Hann hefur umsjón með framkvæmd kennslumata og úrvinnslu þeirra auk þess eiga t.a.m. samskipti við ráðuneyti, nemendur og kennara.