Sigrún Guðjónsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Tæknivals frá og með deginum í dag. Sigrún var áður framkvæmdastjóri Innn hf. Hún er 33 ára, arkitekt frá Technische Hochschule Karlsruhe, Þýskalandi, og upplýsingaarkitekt frá ETH í Sviss. Sigrún stundar einnig meistaranám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.

Sigrún tekur við starfinu af Almari Erni Hilmarssyni lögfræðingi en hann tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra flugfélagsins Iceland Express. Almar hefur þó ekki sagt skilið við Tæknival því hann var í dag skipaður í stjórn félagsins.

Tæknival er öflugt fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og sölu, ráðgjöf og þjónustu á tölvu- og skrifstofubúnaði. Fyrirtækið leggur áherslu á að veita stórum og smáum fyrirtækjum tæknilausnir og ráðgjöf á framangreindum sviðum.