Hlutabréf í Asíu hækkuðu almennt í nótt þegar markaðsaðilar virðast hafa skipt um skoðun á afleiðingum sigurs Trump eftir töluverðar lækkun víða á mörkuðum í kjölfar þess að ljóst varð að Trump myndi sigra.

Þá færðu markaðsaðilar sig úr hlutabréfum yfir í öruggari fjárfestingar líkt og gull og skuldabréf en nú virðist sem bjartsýni hafi aukist á ný.

„Sigur hans kom öllum á óvart, en ég held að fólk hafi tekið eftir sáttatóni í ræðu hans,“ segir Alex Furber, stjórnandi hjá CM Markets.

„Greinendur eru að klóra sér í hausnum en ég held að lykillinn núna muni vera hvað hann gerir í stað þess sem hann segir.“

Hækkun í kjölfar hækkunar í Bandaríkjunum

Hlutabréfahækkunin í Asíu kemur í kjölfar hækkunar á Wall Street, sem hækkuðu vegna væntinga um að áætlanir hans um að lækka fyrirtækjaskatta og gera fyrirtækjum auðveldara að flytja fjármagn heim á ný muni blása auknum kraft í bandaríska hagkerfið.

Jafnframt voru fjárfestar bjartsýnir á að áætlanir hans í ríkisfjármálum myndu ýta við hagkerfið.

Helstu vísitölur á svæðinu:

  • Nikkei 225 vísitalan í Japan hækkaði um 6,72%
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu hækkaði um 2,26%
  • Taiwan Weighted vísitalan hækkaði um 2,34%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 2,12%
  • Dow Jones Shanghai vísitalan í Kína hækkaði um 1,20%
  • FTSE China A50 vísitalan hækkaði um 1,07
  • S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu hækkaði um 3,34%
  • Dow Jones New Zealand vísitalan hækkaði um 0,99%