*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Erlent 23. nóvember 2015 18:02

Sikileyska mafían vill í hart við ISIS

Giovanni Gambino segir New York-búa ekkert þurfa að óttast - mafían sjái vel um vini sína og fjölskyldu.

Ritstjórn

Sonur höfuðpaurs sikileysku mafíunnar í New York hefur gefið hryðjuverkasamtökunum ISIS viðvörun um að halda sig frá strætum stóra eplisins - ef þau vilji abbast upp á borgarbúa þurfi þau fyrst að takast á við mafíuna.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá hefur ISIS ógnað New York-borg.

Giovanni Gambino er hátt settur innan sikileysku mafíunnar. Samkvæmt sumum heimildum hafði hann ásamt tveimur öðrum yfirumsjón með þúsundum meðlima mafíunnar. Giovanni segir mafíuna vera í mun betri stöðu en bandaríska alríkislögreglan eða varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Mafían vilji gera sitt við að verja íbúa borgarinnar fyrir árásum.

Hann segir mafíuna hafa mun betri upplýsingar um mannaferðir og samskipti, þrátt fyrir alla tæknina sem löggæsluvaldið býr yfir skorti hana svokallaða „mannþekkingu".

„Veröldin er hættulegur staður þessa dagana, en íbúar hverfa undir verndarvæng sikileyjarmafíunnar ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur," sagði Giovanni. „Við sjáum vel um fjölskyldu okkar og vini, sérstaklega þegar um geðsjúklingana í ISIS er að ræða."

Stikkorð: FBI New York Sikiley ISIS Mafía